4.11.2009 | 15:24
Það sem vitur ekki veit
Í fréttinni Var Ísland numið 670? heldur Páll Theodórsson því fram að Ísland hafi hugsanlega verið numið svo snemma sem 670 eftir Krists tíð og hefur hann því til stuðnings geislakolsaldursmælingar. Þetta er mjög áhugaverð hugmynd en nánast algerlega óraunhæf. Er ég ekki að kasta rýrð á vinnu þess, eflaust, ágæta eðlisfræðings, ég þekki ekkert til mannsins eða hans vinnuaðferða.
Fyrir þá er ekki vita þá virka geislakolsaldursgreiningar í stuttu máli þannig að magn kolefnis í sýni er mælt og þar sú gerða að kolefni sem skoðuð er minnkar með fyrirsjáanlegum hætti má reikna út aldur sýnisins með þessum hætti. Í fornleifafræðilegu samhengi eru slík sýni nánast alltaf tekin úr við sem brenndur hefur verið í eldi.
Það vita allir Íslendingar að innlendur nytjaviður er að takmörkuðu magni og var algengara en ekki að brenndur væri rekaviður en ekki nýhoggin innlendur viður. Þar sem, lýkt og áður kemur fram, sýni eru yfirleitt tekin úr við úr eldstæðum er líklegt að hér sé um við komin frá Rússlandi eða öðrum löndum sem hefur verið að velkjast um í sjó í allt að þrjú hundruð árum.
Þar kemur vandamálið: kolefnið sem mælt er byrjar að tapast um leið og tréð er fellt, frá "dauða" þess. Því er ekki nema von að geislakolsaldursmælingar á slíkum við sýni aldur sem er tvö til þrjú hundruð árum eldra en byggðin sem síðan nýtir viðin. Einnig eru umræðum um að aðrir þættir geti haft áhrif en ég ætla ekki að fara út í það þar sem þær standa á mjög óöruggum fótum.
Með þessu má sjá að þó að aldursgreiningin sem slík sé rétt og að viðurinn hafi verið felldur í kringum 670 e.Kr. þá þarf ekki að vera að hann hafi verið nýttur fyrr en tvö hundruð árum seinna. Jafnvel þó að hann hafi verið nýttur ekki nema hundrað árum seinna, þá í kringum 770, fellur það alveg við nútíma þekkingu fornleifafræðinga, sem almennt telja að eiginlegt landnám á Íslandi hafi hafist fyrr en hið alþekkta ártal 874. Vandamálið við það er hinsvegar að ekki hafa fundist neinar almennilegar sannanir fyrir mannvist á Íslandi fyrir cirka 870.
Aðalvandamálið fyrir hann Páll Theodórsson er þar með að hann er að tjá sig um hluti sem hann veit ekkert um. Hann talar um landnám þegar hans fag er eðlisfræði. Hann ætti að hemja sig og sína ábyrgð í starfi með því að tala um aldur sýnisins sem hugsanlega frá 670 e.Kr.
Það er með þetta eins og flest annað í fornleifafræði, það er ekki hægt að segja neitt með fullvissu án fleiri og viðfangsmeiri rannsókna.
Var Ísland numið 670? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jakob Orri Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 172
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las þessa frétt, þ.e. vita menn hvort að tréð gæti hafa verið dautt mikið fyrr en það var brennt?
Mitt fyrsta skot var að þeir hafi mögulega týnt dautt sprek úr skógarbotni.
Ef þetta er rekaviður, er þá ekki mögulega hægt að efnagreina eitthvað í því sambandi sem gæti bent til hvort viðurinn er sjórekinn? Bara pæling.
Höskuldur Búi Jónsson, 4.11.2009 kl. 16:07
Og hvaða menntun hefur þú? Hér var víst allt víði vaxið frá fjöru til fjalls í den, ef marka má sögurnar. Hvað varð um þann við?
Kokhreysti þín er mikil og þú afgreiðir þetta bara svona einn tveir og þrír. Eigum við ekki að bíða eftir aldursgreiningu beina, til að komast nær sanni um þetta.
Annað: Rekaviður, sem hefur velkst um í sjó í 300 ár er ekki vænlegur eldiviður.
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þennan gríðarlega aldur rekaviðar annars. Rekaviður er oft eðalviður, harðviður og eitthvað, sem kjörið er til smíða. Það er líklega hæpið að hann hafi verið nýttur í brenni, enda finnst mér það ansi langsótt að hann hafi dugað til að kynda hér megnið af árinu.
En engu að síður, þá þarft þú að gera mönnum ljósa menntun þína og sérfræði, áður en þú slengir fram svona fullyrðingum.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 16:10
Höski: Rekaviður er gegnsósa í salti, sem veitir góða fúavörn. Í eldstæðum ætti þá aðvera hægt að greina útfellingar af þessu því drjúgur hluti þyngdar viðarins liggur í salti og sandi.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 16:13
Eftir að hafa flett ér upp, þá sé ég að þú ert nemi í fornleifafræði.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2009 kl. 16:14
Já, ég er búinn að vera að reyna að setja inn upplýsingar um mig síðan ég skrifaði þetta en mbl vill engan vegin leyfa mér það.
Jú, vissulega er líklegra að rekaviður hafi verið nýttur til smíða og land hefur verið mun betur gróið en í dag. Hinsvegar er mjög gaman að því að fólk neitar að trúa Ara blessuðum með aldur landnáms en gleypa við því að hér hafi verið allt gróið líkt og í paradís.
Rekaviður samt vissulega eitthvað brendur og í dag er einmitt alltaf gengið úr skugga um að um sé íslenskan við að ræða þegar verið er að taka sýni. Það var ekki gert eins vel hérna fyrir 1980 en ég veit náttúrulega ekki hvort búið sé að ganga úr skugga um að hér sé verið að nýta íslenskan við, sem þá einnig getur verið úr skógarbotni. Mig mynnir þó að einhver vistfræðingurinn hafi sagt mér að lausasprek á Íslandi sé ekki góður eldiviður, hann sé of blautur og rotni of hratt til þess a geta nýst sem slíkur. Þori samt ekki að sverja það.
Aðal punkturinn sem ég vildi koma á framfæri var að hér er eðlisfræðingur að tjá sig um fornleifafræði og sagnfræði. Ætli honum myndi líka það vel ef að prófessor í fornleifafræði myndi segja honum að lög Newtons um að hver aðgerð leiði til jafnrar mótaðgerðar séu röng vegna þess að ég get kastað spýtu án þess að fá hana aftur í höfuðið?
Ég veit að þetta er ekki fullkomið dæmi (enda ég enginn eðlisfræðingur) en þið skiljið hugmyndina.
Jakob Orri Jónsson, 4.11.2009 kl. 16:40
Athyglisvert Þetta og fróðleg skrif hjá þér. Þetta með kolefnisathuganirnar minnir mig á þegar sýni úr hinu meinta gullskipi á Skeiðarársandi þóttu sýna ótvírætt að um rétt skip (ca 400 ára) væri að ræða. Það var þar að auki kryddlykt af sýnunum sem þótti staðfesta það enn frekar, en reyndist svo vera togari frá upphafi tuttugustu aldar. Vildu spaugarar meina að borinn hefði fyrst lent ofan í kryddbauk kokksins og síðan í staurfæti stýrimansins sem hefði erft fótinn af langa-langa-langa-langafa sínum:)
Jón Bragi Sigurðsson, 4.11.2009 kl. 21:11
Jón Steinar: Ég hef verið með hóp manna sem safnaði rekaviði í áramótabrennu - hún brann glatt ;)
Höskuldur Búi Jónsson, 4.11.2009 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.